föstudagur, 28. maí 2010

Bíóferðir á sumrin

Finnst þér þetta gott?? Nei, ég hélt ekki.
Í kvöld fór ég í bíó, þrátt fyrir myljandi sólskin. Sólskin allan helvítis sólarhringinn.

Fólk spyr mig oft hvernig ég geti farið svona mikið í bíó á sumrin. Svarið er mjög einfalt. Á sama hátt og þunglyndissjúklingar þurfa ljósatíma þegar myrkrið er sem mest á veturnar til að forðast þunglyndi, þarf ég myrkratíma þegar sólin er sem mest til að forðast ofsakátínu.

Ég kem því endurnærður úr bíómyrkrinu á sumrin, laus við alla óþarfa léttlyndi.

Í þetta sinn af myndinni "Brooklyn's finest". Fín mynd. Meira um það síðar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.