sunnudagur, 28. febrúar 2010

Það gerist ekki á hverju ári að ég elda fullbúna máltíð, svo ég verð að skrifa um það.

Í gær steikti ég kjúklingalundir í sveppum og lauk og bræddi mozarella ost yfir. Þetta bar ég fram með hrísgrjónum og piparsósu og drakk 2009 árgerðina af Coka Cola gosdrykknum (góður árgangur). Allt gekk vel og máltíðin bragðaðist betur en ég þorði að vona. Það varð meira að segja afgangur, sem ég hyggst hita upp í kvöld.

Það var ekki fleira. Bloggfærslan er búin.

Ég veit að þetta er ekki merkilegt fyrir fólk sem kann að elda. En fyrir mig er þetta svipað sjaldgæft og að eignast barn. Og ég held að flestir myndu blogga um að eignast barn, svo ég er afsakaður fyrir matarbloggið.

Í morgun vaknaði ég svo veikur í fyrsta sinn í meira en ár. Skemmtileg tilviljun.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.