sunnudagur, 13. desember 2009

Ég ætlaði að gera topp 20 lista yfir uppáhalds jólalögin mín hér, af því jólin eru á næsta leiti.

Þá fattaði ég að ég þekki ekki 20 jólalög. Svo ég minnkaði listann í topp 5.

Þá uppgötvaði ég mér til skelfingar að mér er bara vel við þrjú jólalög. Þetta er því topp 3 listi yfir mín uppáhalds jólalög.

Listinn telur frá neðsta til efsta sætis, til að viðhalda spennu:

3. Last Christmas - Wham!


Jólalag með boðskap um að forðast druslurnar. Getur ekki annað en slegið í gegn.

2. Ef ég nenni - Helgi Björnsson, ofurtöffari:


Helgi Björnsson gefur bara gjöf ef hann getur slegið einhvern. Mjög gott.

1. War is over (if you want it) - John Lennon


Tímalaust lag, þar sem það eru alltaf einhver stríð í gangi, guði sé lof.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.