mánudagur, 14. desember 2009

Þau undur og stórmerki áttu sér stað í kvöld að bifreið mín ákvað að gera við sig sjálf.

Fyrir rúmu ári hætti fjarstýringalæsingin á bílnum að virka, einhverra hluta vegna. Í kvöld virðist hún farin að virka aftur, upp úr þurru. Ég veit ekki mikið um bíla eða líffræði þeirra en svo virðist sem þessi bilun hafi gróið saman í nótt.

Kannski af því ég talaði mjög fallega til hans í gærkvöldi. Eða af því ég braut afturhurðina næstum af í gær þegar hún neitaði að lokast og sparkaði svo í hana þar til hún hélst lokuð. Ég hlakka til þegar þau meiðsl gróa.

Hver dagur á þessum bíl er ævintýri.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.