fimmtudagur, 8. október 2009

Á leið minni frá bílnum upp í íbúðina, í gærkvöldi, þurfti ég að nota 4 lykla.

* Ég þurfti að læsa bílnum.
* Einn lykil til að opna pósthólfið, þar sem aðdáendabréf hafði borist mér (frá Lífeyrissjóðnum).
* Ég var með þvott í þvottahúsinu. Þar þarf auðvitað lykil.
* Til að komast í íbúðina þurfti ég svo enn einn lykilinn.

Þar á ofan þurfti ég lykilorð til að komast í tölvuna mína, þar sem ég millifærði peningum af einkabankanum. Til að geta það þurfti ég 5 lykilorð; tvö til að skrá mig inn, eitt millifærslulykilorð og tvö aukalykilorð af því ég hafði ekki millifært á þennan dealer lengi.

Er ekki nóg komið af paranojunni? Ég er að hugsa um að gera uppreisn gegn lyklum og lykilorðum. Amk einhvernskonar reisn. Ég er bugaður af því að þurfa að muna svona mörg lykilorð og bera svona marga lykla.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.