þriðjudagur, 22. júlí 2008

Í dag flaug ég til Egilsstaða. Ég varð flugveikur, enda snérist flugvélin nánast í hringi vegna vindgangs.

Seinna um daginn rúntaði ég um Egilsstaði og las blað af ógeðslegum áhuga. Ég varð bílveikur.

Um kvöldið settist ég í rúm sem dúaði óþarflega mikið. Ég varð næstum sjóveikur.

Ég er mikill aðdáandi þróunarkenningarinnar og vil halda því fram að hún sé í fullu gildi, þrátt fyrir glasafrjóvganir. Ég er líka mjög á móti hreyfiveiki (flug- bíl- og sjóveiki) og vil gjarnan eyða því úr mannskepnunni.

Til að flýta fyrir þróunarkenningunni hef ég ákveðið að fjölga mér ekki. Eru fleiri með í þessu, vonandi afdrífaríku sprelli?

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.