föstudagur, 13. júní 2008

Sú hugmynd valt inn á borð hjá mér nýlega að skreppa á sólarströnd með frænda mínum í viku í lok júní. Ég stökk á hugmyndina og faðmaði hana þéttingsfast, þar til hún næstum kafnaði.

Allavega, í huga mínum hófst greiningarvinna á hugmyndinni. Til að einfalda greininguna setti ég upp í kosti og galla:

Gallar:
Ég á engan pening.
Það er of mikið að gera í vinnunni.
Ég hata að ferðast.
Það er nóg af sól í Reykjavík.
Ég mun sakna vina minna.
Ég þarf að endurnýja vegabréfið ef ég fer.
Það fæst ekkert Risahraun í útlöndum.

Kostir:
Vatnsleikjagarður!

Svo hefst talningin. Fyrir hvert atriði fæst 1 stig. Fyrir hvert upphrópunarmerki fást 100.000.000 stig.

Kostir: 100.00.001 stig.
Gallar: 7 stig.

Ég fer út!

Ef einhver hefur áhuga á að koma líka, látið vita.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.