þriðjudagur, 13. maí 2008

Skapstærð mín í körfubolta er farin að ógna líkamlegri heilsu minni og andlegri heilsu meðspilenda. Hér er ca sagan:

2001: Rólegur, brosmildur og fallegur körfuboltaleikmaður.
2004: Byrja að öskra óhóflega þegar ég hitti ekki úr skotum. Talið tengjast Tourettes.
2005: Hætti að brosa. Refsa sjálfum mér ef illa gengur.
2007: Varð fúll við meðspilendur í fyrsta sinn. Ástæðulaust.
2008: Réðist næstum á annan leikmenn sem ögraði mér. Fleygi hlutum og öskra þegar leikir fara ekki eins og ég vil að þeir fari.
2008: Hellti yfir mig bensíni eftir tapleik en gleymdi eldspýtum heima.
2009: Sæki reiðistjórnunarnámskeið. Lofa.

Betra er að taka fram að 5 mínútum eftir hvert snapp þá biðst ég afsökunnar við öll fórnarlömbin. Ef einhver hefur misst af því þá biðst ég afsökunnar á framferði mínu. Ekkert persónulegt.

Ég kýs að líta á björtu hliðarnar; ég er að verða verri maður, sem var einmitt hluti af áramótaheiti mínu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.