föstudagur, 21. desember 2007

Þetta er að frétta:

1. Eftir nokkra tíma legg ég af stað til Egilsstaða þar sem ég mun dvelja framyfir áramót í hópfaðmi fjölskyldunnar. Samkvæmt útreikningum mínum ætti það að verða gaman.

2. Á morgun, laugardag, fáum við Jónas í hendurnar nýbakaða súkkulaðitertu sem við hyggjumst snæða um kvöldið með vinum þegar 2ja ára afmæli Arthúrs er fagnað (næstum 5 mánuðum of seint). Á kökunni verður sérstök Arthúrstrípa. Myndir verða teknar og birtar síðar. Nektarmyndum verður eytt og þar af leiðandi ekki birtar.

3. Klukkan 18:30 í gærkvöldi kom ég kófsveittur og alblóðugur úr Kringlunni með allar jólagjafirnar. Ég ætti því að geta slappað af þar til jólin byrja. Ef tíminn líður jafn hratt og hann hefur gert hingað til þá ættu þau að byrja eftir ca þrjú korter.

4. Býsna vingjarnleg kona reyndi að vera vinaleg við mig í Kringlunni í gær með því að bjóða mér pláss á pökkunarborðinu við hliðina á sér. Ég vissi ekki hvernig átti að bregðast við, þannig að ég sleppti því. Ég tók þó plássinu. Mig minnir að ég hafi sagt "be..te..r?". Ef konan les þetta: Takk kærlega fyrir mig.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.