miðvikudagur, 19. desember 2007

Einelti dagblaðanna heldur áfram. Í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins á miðvikudögum, er einhver viðskiptamaðurinn látinn segja frá deginum sínum. Það er með ólíkindum hvað fólk er duglegt samkvæmt frásögnum þeirra.

Allavega, ég hef enn ekki verið beðinn um þetta. Ég geri þetta því bara hér, óumbeðinn!

Dagur í lífi...
Finns Torfa Gunnarssonar, vitleysings.

7:55 Vakna of seint. Hringi í Böðvar, samstarfsmann minn og segi honum að ég sé á leiðinni. Ekkert vandamál. Ég er ekkert mikilvægur. Tannbursta mig og hleyp út, öskrandi.

8:20 Mæti í vinnuna. Klára daglegar skýrslur sem þarf að skila. Fer því næst yfir póstinn og skoða verkefni dagsins. Skipulegg mig.

8:35 Vakna í alvörunni. Var að dreyma. Hringi í Böðvar og segi honum að ég sé á leiðinni. Ekkert vandamál. Ég er ekkert mikilvægur. Tannbursta mig og hleyp út öskrandi.

8:55 Mæti í vinnuna. Klára daglegar skýrslur sem þarf að skila. Fer því næst yfir póstinn og skoða verkefni dagsins. Skipulegg mig.

10:00 Fæ mér morgunmat ef tími gefst til.

10:15 Vinn við ýmis verkefni.

12:00 Óli Rú mætir og við förum í Kringluna í hádegismat. Ég borða bara á Sbarro, eins og alþjóð veit. Amk starfsfólkið þar.

13:00 Plana kvöldið. Stefnt á ræktina, sund og bíó með Möggu.

16:00 Vinn aðeins.

16:30 Fæ aukaverkefni sem þarf að klára í dag. Svitna.

18:00 Klára verkefnið og sendi það á réttan stað, með tárin í augunum.

18:15 Of seinn í ræktina. Tvíhöfði og brjóst tekin. Líka brjóstvöðvinn.

20:15 Sleppum sundi og erum of seint fyrir bíó. Fáum okkur að borða.

21:45 Hringi í Óla og næ svo í hann. Förum í bíó með Björgvini bróðir. Myndin Saw IV. Slöpp mynd.

00:00 Skutla Óla heim og fer heim. Spjalla við vini á msn og skrifa bloggfærslu. Velti upp áleitnum spurningum.

01:00 Tannbursta mig og tannþráðast. Les nokkrar blaðsíður í The God Delusion eftir Richard Dawkins og fer að sofa.

01:30 Fatta að ég á eftir að kaupa allar jólagjafirnar og fæ hjartsláttartruflanir.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.