föstudagur, 9. nóvember 2007

Peugeot bíllinn minn bilaði í dag á þann hátt að hann bað mig vinsamlegast um að stoppa bifreiðina. Vélin var að ofhitna. Ég varð við beiðni hans.

Ég hafði leitað lengi að lausn á þessu vandamáli þegar ég uppgötvaði að ég var með lausnina fyrir framan nefið á mér. Reyndar fyrir ofan nefið á mér. Ég grét í vatnskassann og fyllti hann. Þarmeð kólnaði vélin og ég var laus allra mála. Næst lét ég skipta um olíu og tékka á vélinni. Allt í himnalagi. Bíllinn kælir sig á sorg minni.

Ég hef ákveðið að selja þennan bíl, sem bilar annan hvern mánuð, aldrei. Ég ætla að greiða af honum lánið, sem tekur mig rúmt ár í viðbót, fara svo með hann og hafnaboltakylfu í Sorpu þar sem ég mun berja hann, öskrandi, niður í lítinn járnkubb og fá 15.000 krónur fyrir. Ég hata bílinn minn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.