föstudagur, 2. nóvember 2007

Ég þarf að koma tveimur hlekkjum á framfæri. Ég hef byrgt þessa hlekki inni í nokkra daga núna og spring ef ég fæ ekki að deila þeim með ykkur.

Sá fyrri er hlekkur á nýtt NBA blogg Baldurs Hans. Stórskemmtileg lesning, jafnvel þó þú haldir að NBA sé kynsjúkdómur. Kíkið á það hér.

Sá síðari er hlekkur á nýja heimasíðu körfuboltaliðs míns; KUMFÁ sem ég hnoðaði saman um daginn og hef verið að bæta við undanfarið. Síðan er enn ekki alveg tilbúin en hún er nothæf og skiljanleg. Á næstu vikum og mánuðum mun svo síðan byggjast almennilega upp með fleiri leikjum og tölfræði. Ég vona að fólk hlekki á þessa síðu. Hér er síðan.

Mér líður betur núna.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.