Í gær náði ég þeim árangri að skrifa bloggfærslu númer 2.900 á þessa síðu.
Ef ég held áfram að blogga 2 færslur á dag mun ég ná færslu númer 3.000 þann 27. september næstkomandi. Merkið því við daginn. Sú færsla mun, því miður, fjalla um veðrið í Reykjavík, ef ég þekki mig rétt.
Í næstu færslu mun ég taka fyrir færslu númer 2.901 en hún er merkileg af því þá eru akkúrat 923 færslur síðan færsla númer 1978 var skrifuð, en það ár fæddist ég, sælla minninga.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.