Ég hef snúið aftur í borgina eftir 5 daga í Egilsstaðasælunni. Þar gerði ég bókstaflega ekkert, nema að fara á uppistandskvöld sem Jónas Reynir og fleiri snjallir stóðu fyrir. Kvöldið var til fyrirmyndar, svo ekki sé sterkara til orða tekið. Þetta var, fyrir utan stórkostlega skemmtilegt, í fyrsta skiptið á Íslandi sem skemmtun er framkvæmd án endurgjalds og án vonar um gróða á einhvern hátt.
Algjörlega til fyrirmyndar.
Annars gleymdi ég tannþræðinum í Reykjavík. Fimm dagar án tannþráðar er eitthvað sem ég vil helst ekki upplifa aftur. Amk ekki án þess að fá vælubílinn í heimsókn.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.