föstudagur, 16. mars 2007

Í nótt var ég staddur á Pizza 67 á Egilsstöðum að panta mér pizzu. Einhverra hluta vegna vildi ég láta senda mér hana heim. Ég hætti þó snarlega við þegar afgreiðslumaðurinn tjáði mér að heimsending kostaði kr. 101.000 aukalega. Ég varð bálreiður við þessar fréttir og tuðaði í afgreiðslumanninum í langan tíma. Þegar róni, sem var staddur á staðnum, var farinn að fá bláar eldingar í hausinn í gegnum gluggann þá fóru að renna á mig tvær grímur. Þegar ég sá svo að ég sá ekkert andlit á afgreiðslufólkinu, velti ég fyrir mér, upphátt, hvort mig gæti verið að dreyma. Þá varð afgreiðslufólkið mjög vandræðalegt og þarmeð komst upp um ráðabruggið.

Pizza 67 var að reyna að féfletta mig í draumnum mínum. Þegar ég var þess fullviss að mig væri að dreyma hló mjög hátt og snjallt þangað til ég vaknaði í morgun. Ég hefði betur nýtt tímann í að fljúga eða eitthvað skemmtilegt.

Þessi saga skal vera öðrum víti til varnaðar. Allsstaðar leynast svikahrappar (og bláar eldingar).

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.