fimmtudagur, 15. mars 2007

Í gær sá ég myndina The number 23 með Soffíu. Myndin er með Jim Carreyji í aðalhlutverki og þar sem myndin er myrk þá vildi ég gjarnan sjá hana, haldandi að eitthvað vit væri í henni.

Myndin fjallar um mann sem sér töluna 23 í öllu eftir að hafa lesið bók um efnið. Reynt er að sýna fram á að 23 viðkemur flestum (völdum) atburðum sögunnar.

Myndin er órökrétt og vitlaus en á sína smáu spretti. Hugmyndin að hafa myndina í stíl einhverrar einkaspæjaramyndar frá 1960 var slæm hugmynd. Jim Carrey skiptist á að leika vel og ofleika (vel). Mæli ekkert sérstaklega með henni.

Ég gef myndinni 1 stjörnu af fjórum, sem er ótrúleg tilviljun! Af hverju kunnið þið að spyrja. Ástæðan er sáraeinföld:

Ég sá myndina í gær:
14 mars 2007 sem túlka má 14 03 2007 eða 14 03 07.
14+3+7 = 24.
Ég gaf myndinni 1 stjörnu. 24+1 = 25.
Ég er með tvö augu. 25-2 = 23.

Ótrúlegt!

Ég sef ekki mikið eftir að hafa uppgötvað þetta. Og þið ekki heldur, fjandinn hafi það!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.