miðvikudagur, 8. nóvember 2006

Í fréttablaði dagsins eru frambjóðendur í prófkjöri sjálfstæðisflokksins spurðir 10 spurninga. Til að fá staðfestingu á gruni mínum um sjálfstæðisflokkinn ákvað ég að lesa þessa grein.

Fyrsta spurning: "Var stuðningur íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak mistök?"

7 af 9 svara í aðalatriðum: "Nei, ekki miðað við fyrirliggjandi forsendur á þeim tíma." Hinir tveir svara "Já, í ljósi upplýsinga sem síðar bárust".

Fyrir utan þá staðreynd að Íslendingar voru gerðir meðábyrgir fyrir morð á tug- ef ekki hundruði þúsunda manna í Írak fyrir tilstilli tveggja manna (sjálfstæðis- og framsóknarflokksmenn) þá er þetta svar gjörsamlega út í hött.

Þetta er eins og að spyrja morðingja nokkrum árum eftir að hann drap fjölskylduna sína: "Voru það mistök að hafa myrt fjölskylduna?" og hann myndi svara: "Nei, ég hélt á þeim tíma að konan mín hafði haldið framhjá mér"

Ég hætti að lesa eftir fyrstu spurninguna og hélt skoðun minni á þessum flokki, sem er ekki við hæfi ungra barna.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.