föstudagur, 20. október 2006

Við samningaflóðið mitt hafa bæst við nokkrir nýjir samningar:

Fyrir er ég bundinn niður af:
Skuldabréfasamningi (lætur mig greiða af lánum mánaðarlega).
Bílalánasamningi (lætur mig greiða af Bjarna Fel).
LÍNsamningi (lét mig fá peninga).
Leigusamningi (lætur mig fá húsnæði gegn greiðslu).
Munnlegur samningur um að vera Soffíu trúr (sem er ekki erfitt).

Í gær bættust við þrír samningar:
Ráðningasamningur hjá 365 (lætur mig vinna gegn greiðslu).
Útgáfusamningur hjá Skruddu (leyfir þeim að gefa út Arthúr gegn greiðslu).
Auglýsinga/strípusamning við fréttablaðið Austurlandið (leyfir þeim að birta Arthúr gegn auglýsingum).

Ef ég skrifa nafn mitt einu sinni enn æli ég yfir mig allan.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.