sunnudagur, 22. október 2006

Nýlega hófu íslendingar hvalveiðar aftur. Svona sé ég þetta:

Rökin fyrir hvalveiðum:
* Það er arðbært að veiða hvali. Svar: Rangt. Norðmenn hættu við að auka hvalveiðikvótann hjá sér þar sem kjötið seldist ekki.
* Hvalkjöt er gott. Svar: Kaupið þá kjötið af Norðmönnum.
* Við þurfum að passa að hvalirnir éti ekki fiskana frá okkur. Svar: Þessir örfáu hvalir sem veiddir verða hafa lítil sem engin áhrif á fiskstofninn.
* Okkur ber að nýta auðlindir okkar. Svar: Ef enginn vill kjötið og þetta skilar ekki hagnaði, jafnvel nettó tapi, af hverju verðum við að veiða hvali?
* Við megum þetta alveg. Það ræður enginn yfir okkur! Svar: Þetta eru ekki rök fyrir hvalveiðum en virðist samt vera helsta ástæðan hjá þeim sem eru fylgjandi hvalveiðum.

Rök gegn hvalveiðum:
* Hvalveiðar skaða ferðamennskubransann. Ef svo ólíklega vill til að hvalveiðar skili hagnaði þá er búið að skaða ferðamennskuna um margfalt meiri pening.
* Skref aftur á bak. Ísland á að reyna að kúpla sig frá veiðum sem mest, auka fjölbreytni í atvinnulífinu og stuðla að aukinni menntun þar sem menntun er lykillinn að góðum lifnaði. Þetta er því skref aftur á bak.
* Enginn tilgangur. Ef þetta er ekki arðbært, þetta skaðar ferðamennskuna og ef hvalirnir sem veiddir verða minnka ekki fiskstofninn, hver er þá tilgangurinn?

Kannski eru einhver rök þarna úti sem ég er að missa af, eins og að hvalir séu illir og okkur beri að myrða þá. Kannski er veiðiaðferðin svo falleg og náttúruleg að íslendingar hafi hreina unun af. Kannski er ég bara "vinstri hálfviti", af því ég vil spyrja spurninga.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.