laugardagur, 1. apríl 2006

Eitt besta aprílgabb allra tíma er í fréttablaðinu í dag en þar segir orðrétt: "Kostar lítri af 95 oktana bensíni á þjónunustustöð 124,4 krónur.."

Ekkert fyrirtæki fer svona óvarlega í hækkanir nema að vita að öll önnur fyrirtæki á sama sviði hækki líka. Hækkunin er ca 8-10 krónur á lítrann.

Ég veit samt ekki alveg hvernig olíurisarnir ætla að láta fólk hlaupa þennan apríl. Ég er amk ekki ólmur í að greiða 6% af mínum mánaðartekjum í fullan bensíntank.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.