fimmtudagur, 5. janúar 2006

Kommentaspurningalistar tröllríða öllu og öllum um þessar mundir. Þar sem ég er mikið fyrir að niðra sjálfan mig hef ég ákveðið að breyta nýjasta listanum örlítið. Vinsamlegast fyllið eftirfarandi út í athugasemdum og ég skal gera það sama við ykkur.

1. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
2. Hver er minn helsti ókostur?
3. Líkar þér illa við mig?
4. Langar þig að slá mig?
5. Láttu mig hafa niðrandi gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það!
6. Lýstu mér í einu orði!
7. Hvenær sástu mig síðast?

Ég fyrirgef ef enginn fyllir þetta út.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.