miðvikudagur, 4. janúar 2006

Í dag tók ég 40,12 lítra af bensíni á bílinn minn. Bíllinn minn er með 40 lítra tank. Þetta þýðir eitthvað af eftirfarandi;

* Essó hefur ruglað lítrateljarann hjá sér til að græða meiri pening.

* Tankurinn hjá mér hefur stækkað og þroskast í gegnum tíðina upp í 50 lítra tank.

* Bíllinn hefur löngu verið orðinn bensínlaus. Ég fattaði það bara ekki.

* Bíllinn eyðir bensíni þegar slökkt er á honum og var þegar búinn að eyða rúmum 0,12 lítrum við dælinguna.

* Ég er geðveikur og þetta gerðist aldrei.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.