miðvikudagur, 25. janúar 2006

Ég var varla lentur á Egilsstöðum í dag þegar mér var tilkynnt að ég er orðinn atvinnunörd. Ég fékk um kr. 99.000 greiddar fyrir að fylla öll eftirtalin skilyrði:

* Vera á viðskiptabraut.
* Vera á 3ja ári í Háskóla Reykjavíkur.
* Eiga mér lítið líf utan námsins og spúsunnar.
* Vera með hæstu meðaleinkunnina á síðustu önn.
* Vera geðsjúkur nörd.

Mjög súrrealískt. Ég vakna sennilega bráðum af þessum fáránlega draumi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.