þriðjudagur, 24. janúar 2006

Þetta er að frétta:

* Við Jónas tókum nýlega tilboði um að gera Arthúr einnig á ensku. Sú síða mun opna innan tíðar.

* Ég fer austur á land á morgun, fyrst og fremst til að hitta Soffíu en einnig til að fara í smá ferðalag um landið með henni og koma bílhræinu mínu til Reykjavíkur. Ég býst við því að koma aftur á mánudaginn.

* Mér bauðst nýlega að taka að mér aukakennslu í Hagnýtri Tölfræði I Í HR. Þetta er mikill heiður fyrir mig, jafnvel mestur heiður (núvirt).

* Ég var talinn útlendingur um daginn í 10-11 af tveimur íslenskum ungmennum. Ástæðan er sennilega tignarlegur hýjungur sem var framan í mér. Ég kinkaði bara kolli við því sem þeir sögðu mér til að komast hjá vandræðalegri þögn.

* Ég drap mann um daginn. Með "drepa" á ég auðvitað við að "drekka" og með "mann" á ég auðvitað við "kók".

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.