föstudagur, 20. janúar 2006

Ég hef kynnt þetta áður en ég má til með að gera það aftur. Dömur mínar og herrar; besta lag í heimi er Red Rain með White Stripes.

Lagið fjallar í stuttu máli um mann sem kemst að því að spúsa hans hefur haldið framhjá honum. Í framhaldinu fer hann og misþyrmir viðhaldinu, fer því næst fyrir utan gluggann hjá kellunni og syngur um hvað hann hefur gert. Snjallt.

Aldrei áður hef ég öskrað með lagi en það gerðist á leið minni úr skólanum í gærnótt, hlustandi á Red Rain.

Smellið hér til að hlusta á það og smellið hér til að lesa textann.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.