Í gær skráði ég aðeins eina færslu á þessa síðu. Í kjölfarið gáfu flestir landsmenn mér langt auga í dag. Ég vil bæta ykkur þetta upp með því að benda á þennan litla snilldarleik. Hann fjallar um stúlku eina sem fær nóg af kærastanum og hjólar því á hann. Í kjölfarið hefst æsispennandi atburðarás þar sem fyrrverandi kærustur mannsins aðstoða konuna við að koma honum sem lengst frá sér. Einnig er þarna að finna ættmenni piltsins sem koma í veg fyrir slæma meðferð á honum.
Allavega, hér er leikurinn. Slúðurpressan í Hollywood segir að verið sé að gera bíómynd um þennan leik þar sem Uma Thurman, Holly Hunter og Cameron Diaz leika á móti Keanu Reeves.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.