Í fyrsta sinn á mínum háskólaferli fæ ég að velja áfanga til að taka næstu önn.
Í fyrsta sinn á ævinni hlakka ég til að byrja næstu önn og í fyrsta sinn á ævinni kvíði ég sumarfríinu frá skólanum.
Í annað sinn á ævinni sé ég hinsvegar sæng mína útbreidda hvað starfsferil varðar.
Í þetta sinn sem tölfræðisnillingur hjá einhverju alþjóðlegu fyrirtæki ásamt því að reka internetfyrirtæki í frístundum en áður sá ég fyrir mér næturvarðastöðu á hótel héraði alla mína ævi.
Allavega, ég valdi áfangana, og haldið ykkur fast; Hagnýt Tölfræði II, Stjórnun Starfsframa og Rafræn viðskipti og stjórnsýsla.
Frægð og frami, hér kem ég!
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.