þriðjudagur, 30. nóvember 2004

Það varð uppi fótur og fit á internetinu nýlega þegar Markús Mark vogaði sér á internetið, MSN nánar tiltekið. Ég og Óli breyttum nafni okkar í kjölfarið í Markús og hófum hópsamtal við hann. Fljótlega skapaðist múgæsing og allir sem við þekktum og voru á netinu þessa nóttinu voru mættir í samtalið. Hér má sjá mynd frá því. Ég hló svo mikið að ég fékk harðsperrur í magann, sem segir reyndar meira um hreyfingarleysi mitt í próflestrinum (og geðsýki) en allt annað.

En svona að öllu gamni slepptu þá var þessi mynd tekið þegar ég prófaði hugsanalesarann sem ég er að hanna í frístundum mínum en með honum get ég smellt á hvern sem er á MSN og séð hvað hann er að hugsa. Það vildi bara svo skemmtilega til að Markús Mark er þrettánfaldur persónuleiki og því var myndin tekin.

Forritið var nýlega sett í söluhæft form og fæst í öllum betri seglagerðum landsins.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.