mánudagur, 29. nóvember 2004

Tölfræðiprófið í morgun gekk aftar öllum vonum. Ég var að upplifa mitt fyrsta kolfall þar sem prófið var margfalt erfiðara en síðustu ár. Einnig upplifði ég mitt fyrsta taugaáfall og það í miðju prófi. Það hjálpaði ekki mikið.

Svo að fólk fái betri mynd af því hvernig mér gekk þá má skoða þetta myndband þar sem gatan er prófið og ég er maðurinn sem reynir að ganga yfir. Ekki fyrir viðkvæma.

Ég get huggað mig við að það var gríðarleg óánægja með þetta próf og allir sem ég hef talað við telja sig fallna. Húrra fyrir óförum samnemenda minna!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.