fimmtudagur, 4. nóvember 2004

Í gær fór ég á hagstofuna og fékk mér íbúðavottorð. Þar skráði afgreiðslukonan inn kennitölu mína, ýtti á tvo takka og stimplaði blað á 23 sekúndum fyrir 400 krónur. Ef ég gef mér að það taki þrjár sekúndur fyrir næstu manneskju að komast í afgreiðsluna þá segir það mér, við mikla eftirspurn á íbúðavottorðum, að hægt sé að afgreiða 138 manns á klukkutímann og þannig skapa tekjur upp á hvorki meira né minna en 55.200 krónur. Allan daginn, gefið að stofnunin sé opin í átta tíma og að þrjár afgreiði í einu, halar þessi stofnun inn um 1.324.800 krónur ef hún myndi einbeita sér að íbúðavottorðum.

Ekki slæmur árangur. Ég er að hugsa um að stofna svona fyrirtæki.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.