fimmtudagur, 4. nóvember 2004

Athyglisbrestur minn náði hámarki í dag þegar ég ákvað að gera tilraun og mæta í áhugaverðan fyrirlestur, að mér fannst, um tryggingasvik og þá án tölvunnar minnar sem er aðalástæðan fyrir þessum umrædda athyglisbresti. Tryggingafyrirtækið gerði þó stór mistök með því að gefa sódavatn á flösku. Þarmeð var ég farinn eitthvað allt annað í hausnum. Horfði á loftbólurnar allan tímann og veit ekkert um hvað maðurinn talaði í rúmar 70 mínútur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.