Skemmtileg kaldhæðni að ég skuli vera að veslast upp af skjás eins leysi þegar skjár einn er í næsta húsi við mig. Ennþá skemmtilegri tilviljun er að mitt herbergi er, að því er virðist, eina herbergið á görðunum sem nær þeirri stöð ekki.
Hingað til hef ég ýmist bara hangið í skólanum eins og ég mögulega get til að forðast að drepast úr leiðindum á görðunum, dundað mér í tölvunni eða horft á stöð tvö sem er, ótrúlega nokk, bara með leiðinlega þætti á dagskrá hjá sér utan Nágranna sem ég missi hvort eð er alltaf af.
Hér átti svo að koma eitthvað fyndið í endann sem undirstrikar mál mitt en ég er ekki alveg viss hvað ég er að fara með þessari færslu þannig að ég enda hana bara svona.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.