mánudagur, 11. október 2004

Ég er loksins, eftir rúma fimm tíma bið, kominn með einkunnina í Gerð og greiningu ársreikninga prófinu sem ég var að vola yfir um daginn. Ég fékk mína lægstu einkunn frá upphafi háskóla(Reykjavíkur)göngu minnar eða 5 af 10. Ég féll þó ekki og í ljósi þess að meðaleinkunnin var 4,5 er ég ekki kominn með blettaskalla af óánægju. Við nemendurnir höfum þó ákveðið að taka okkur saman og gera eitthvað andstyggilegt við kennarann í næsta tíma. Ég veit ekki alveg hvað það verður en ég á allavega að mæta með tjöruna sem ég geymi í tunnu í herberginu mínu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.