laugardagur, 2. október 2004

Þá hef ég lokið við tvö af þremur skilaverkefnum í hagnýtri tölfræði áfanganum hérna í HR. Ég tók þann pól í hæðina að; í fyrsta lagi læra orðatiltækið "að taka þann pól í hæðina" og í öðru lagi að setja þessi tölfræðiverkefni upp í æsifréttastíl og svo jafnvel selja þau hæstbjóðenda þegar þeim öllum er lokið. Hér að neðan eru forsíðurnar:

Skilaverkefni 1: Á hálum ís. 10 blaðsíður.
Skilaverkefni 2: Hörkufjör á heimavist. 8 blaðsíður.
Skilaverkefni 3: Allt vitlaust á kaffihúsinu. Útgefin eftir rúmlega 3 vikur.

Sérfræðingar, sem hafa séð forsíðurnar, segja þetta vera næstu Hringadróttinssögu, nema bara með tölum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.