sunnudagur, 3. október 2004

Gærdagurinn var merkilegur fyrir margar sakir. Í fyrsta lagi boðaði hann upphaf körfuboltavetursins þar sem við fórum í körfubolta á Álftanesi í fyrsta sinn í vetur. Þar sigruðum við Óli, pjakkana Gísla Sig, Ragga Arinbjarnar og Flóka með aðstoð rapparans KJ. Með körfuboltatímunum á mánudögum og miðvikudögum auk útihlaups ca 1-2 í viku er ég kominn með alla þá hreyfingu sem ég þarf í vetur.

Annað sem var merkilegt við þennan dag var að ég borðaði kjöt og nóg af því. Fékk mér Zinger Tower Twister á KFC og ekki nóg með það heldur var það eina sem ég borðaði þann daginn.

Það þriðja, og sennilega það fáránlegasta við þennan dag, var að ég mætti ekki í stúdentagarðspartíið sem var fyrir utan hurðina mína án þess að hafa aðra ástæðu fyrir nema þreytu, ekki einu sinni eftir að hr stelpa bankaði þrisvar til að fá mig á djammið. Sennilega með verri ákvörðunum sem ég hef tekið um ævina en einhverntíman verður maður að uppgötva hversu geðveikur maður er.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.