laugardagur, 23. október 2004

Ég hef sennilega skrifað um þetta áður en á drykkjarskyr.isdollunum, og eflaust fleiri mjólkurafurðum, stendur að þær innihaldi "lifandi gerla". Er maður ekki á nógu miklum bömmer yfir því að vera að drekka gerla, svo ekki sé talað um að þeir séu lifandi? Ef mjólkursamsalan bætir við t.d. "ungir, lifandi gerlar með drauma og þrár rétt eins og ég og þú" í innihaldslýsinguna þá hætti ég að drekka drykkjarskyr.is, í einhvern tíma amk.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.