Eftir næstum eitt og hálft ár hérna í HR hef ég náð að kynnast einum sem ég þekkti ekki fyrir og eignast ca sex kunningja sem ég heilsa. Í HR eru um 1.400 manns sem gerir 0,5% árangur, sem auðvitað er fall í persónutöframálum. Ég verð að standa mig betur í framtíðinni.
Eitt af því fáu sem ég hef lært hérna er einmitt að það er tvennt sem fær mann til að kynnast fólki hérna. Annars vegar áfengi, sem fær mann til að spjalla við annað fólk af einskæru kæruleysi og hinsvegar stress en undir þannig áhrifum fær hræðslan um fall mann til að spyrja ókunnuga um lærdóm og annað.
Næsta törn í kynningarmálum er eftir mánuð liðlega þegar jólaprófin byrja. Ég ætla því að tvöfalda möguleika mína á því að kynnast fólki hérna með því að mæta dauðadrukkinn í próflærdóminn.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.