föstudagur, 17. september 2004

Í gær fékk ég úr mínu fyrsta verkefni á haustönn, Hagnýtri tölfræði, en ég birti einmitt forsíðuna á þessari netsíðu nýlega. Einkunnin var 10 og gríðarlegur hamingjustraumur fór í gegnum líkamann við fréttirnar þangað til ég mundi eftir þessu verkefni. Þarna var á ferðinni leikskólastærðfræði sem allir eiga að geta skilið. Það kom líka í ljós að um þriðjungur bekksins fékk hæstu einkunn og að meðaleinkunnin var 9. Nú líður mér bara ömurlega yfir þessari einkunn.

Þá er bara að gera betur næst.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.