fimmtudagur, 16. september 2004

Í dag var ég að fá viskuskírteini en það er sönnun þess að ég sé í nemendafélagi þessa skóla sem ég gef mig út fyrir að stunda nám við. Þetta kort er aðeins eitt af gríðarlega mörgum sem ég geng með á mér daglega. Hér er listinn:

* Debetkort fyrir neyslu.
* Visakort sem varaáætlun ef neyslukortið bregst. Engin áhætta tekin.
* Aðgangskort að skólanum. Allt verður vitlaust ef ég gleymi því.
* Strætókort. Einkabílstjóri minn neitar að hleypa mér inn nema ég sé með þetta.
* Subwaykort. Ef mér dettur í hug að fá mér grænmetissubway.
* Videokort. Virkar sem afsláttarkort af spólum sem ég tek.

Oftar en ekki er ég svo með símakort í vasanum ef ég verð innistæðulaus og án efa einhver fleiri sem koma og fara.

Þetta er þó ekkert miðað þau leyninúmer sem ég þarf að muna dags daglega en þau eru eftirfarandi:

Lykilorð að...
* ...skólavefinum.
* ...skólapóstinum.
* ...blogginu.
* ...landsbankaheimabankanum.
* ...búnaðarbankaeinkabankanum.
* ...gmail póstinum.
* ...simnet póstinum.
* ...að visakortinu (pin númerið).
* ...að debetkortinu (pin númerið).
* ...að fullt af spjallborðum á netinu.

Þessi listi er svo langt frá því að vera tæmandi að það er grátlegt.

Svo er ég að velta því fyrir mér hvað valdi því að ég geti ómögulega munað nöfn á fólki sem ég hef nýlega kynnst. Samfélagið er á hraðri leið til helvítis og ég ríð þangað á visakortinu minu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.