mánudagur, 10. maí 2004

Nýlega rifjaðist upp fyrir mér að ég þekki aðeins einn Palla. Í framhaldi af því fór ég að velta því fyrir mér hvar allir Pallar landsins héldu sig eða af hverju það eru svona fáir til á landinu.
Í dag sá ég svo bækling frá Laugum (nýja world class) þar sem auglýstir voru allskyns möguleikar í líkamsrækt og öðru. Þar sá ég, svart á hvítu, eitt það ógeðfeldasta sem ég hef séð í marga klukkutíma. Á Laugum er stunduð Pallabrennsla einu sinni á dag. Það er ekki nema von að Pallinn sem ég þekki er frekar hlédrægur og lítið fyrir að fara í borgina.
Ótrúlegt hvað fólk gengur langt í skjóli líkamsræktar. Skammist ykkar Laugar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.