mánudagur, 3. maí 2004

Ég fór yfir diskasafnið mitt nýlega sem spannar hátt í 200 vandlega valda diska og það kom mér virkilega á óvart að ég á aðeins 2 diska með kvenkyns tónlistarmanni í aðalhlutverki. Þeir diskar eru með Natalie Imbruglia og Alanis Morrisette. Ég held meira að segja að það séu einu kvenmennirnir á diskunum mínum ef undan eru taldar Diddú á Spilverk þjóðanna disknunum mínum (bakraddir aðallega) og fyrrverandi kona Jack White úr The White stripes en hún spilar á trommur, ótrúlegt nokk.

Það má draga aðra af eftirfarandi ályktunum af þessari rannsókn minni:

1. Kvenhatur mitt á sér djúpar rætur og langa, bitra sögu.
2. Kvenmenn eru afskaplega leiðinlegir tónlistarmenn.

Ég hallast að því síðarnefnda og þarmeð hinu fyrrnefnda.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.