mánudagur, 3. maí 2004

Eins og áður hefur komið fram slasaði ég mig lítillega á munni við að spila körfubolta síðasta laugardag og er því blár í vinstra munnviki. Í verkefnavinnunni í morgun í skólanum bentu svo allnokkrir mér á að ég var með bláberjabláma við munninn. Ég laug skýrt og greinilega ýmist að ég hafi verið í slagsmálum, slasað mig í ástundun jaðaríþróttar eða að kettlingurinn minn hefði bitið mig í vörina, allt eftir útliti og áhugamálum stelpunnar sem spurði. Fólk átti þó erfitt með að trúa útskýringum mínum mér til mikillar armæðu.

Nokkrum tímum síðar, þegar ég skrapp til að þvo mér um hendurnar var mér litið í spegilinn og viti menn, stærðarinnar og frekar óheppilegur bláberjablettur var rétt fyrir neðan munninn eftir morgunmatinn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.