þriðjudagur, 11. maí 2004

Það er komið nýtt viðmót á blogger.com með ýmsum nýungum. Meðal þess sem ég get séð núna er heildarfjöldi bloggfærsla sem ég hef skrifað frá upphafi á þessari síðu en hún hóf göngu sína í október 2002. Það vill svo stórkostlega skemmtilega til að þessi færsla er einmitt númer 1.201 frá upphafi! (fyrsta upphrópunarmerkið frá upphafi líka þarna)
Þetta gefur mér að að meðaltali hef ég bloggað 19 sinnum á viku, sem gera rúmlega 2,7 sinnum á dag, 0,7 oftar en ég ætlaði mér en fyrir allnokkru síðan lofaði ég að blogga tvisvar á dag. Þetta er rúmlega 36% meiri virkni en ég ætlaði mér.

Ég biðst velvirðingar að standa ekki við orð mín og fyrir að eiga mér minna líf en ég gerði ráð fyrir.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.