þriðjudagur, 11. maí 2004

Eftir að hafa skilað inn rúmlega 110 blaðsíðna verkefni í gær missti ég stjórnina á visa kortinu og verslaði mér leðurjakka upp á 17.000 krónur. Þar var ég óvenjufljótur að taka við mér og versla yfirhöfn þegar mig hefur vantað eina slíka í ca fimm ár. Úlpan bláa (vörumerki mitt orðið) fær því að fjúka innan skamms. Hana hef ég átt frá því ég var 19 ára eða frá árinu 1997.

Þessi jakki kemst beint í fjórða sæti á top tólf lista yfir mínar verðmætustu eignir.

Hér er listinn yfir mínar dýrmætustu eignir, sú dýrasta efst:

1. Fartölvan Ellert.
2. Bifreiðin mín, Lancer 1987 árgerð.
3. Borðtölvan mín, Hreggviður (sem er til sölu).
4. Leðurjakinn sem ég var að kaupa.
5. Rúmið mitt, chess að nafni, sem ég fékk í útskriftargjöf.
6. Sjónvarpið mitt, ca 11 ára gamalt.
7. Vinir mínir.
8. Vídeótækið mitt, ca 10 ára gamalt.
9. Skákborðið mitt.
10. Stafræna myndavélin mín, ca 2ja ára hlunkur.
11. Farsíminn minn, metinn á 12 krónur.
12. Fötin mín, samanlögð.

Hér er ríkur maður á ferð.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.