laugardagur, 27. desember 2003

Undirritaður fór á ballið í Valaskjálf í gær eftir góðan rúnt með Gylfa, Jökli og Björgvini. Biðröðin á ballið var stórkostlega vonlaus, ca 20-30 manns hnoðuðust í litlu herbergi og biðu eftir að örlítil lúga myndi taka sig til og selja þeim miða. Aðferðin mín, að bíða alltaf aftast, virkaði ekki fyrr en undir blálokin að ég fékk miða og dreif mig inn. Á ballinu var fólk að skemmta sér frábærlega. Nánast allir voru á þessu balli og það var mjög gaman að rekast á suma hverja en hápunkturinn var þó þegar stúlka ein tók sig til og flassaði fyrir framan nefið á mér og Pétri næturverði. Einnig fékk ég skemmtilega jólakossa og spjallaði við skemmtilegt fólk sem ég nafngreini ekki þessa stundina. Eftir rúmlega 90 mínútna leit að fari heim fann ég svo leigubíl sem einhvernveginn rataði heim í gegnum snjókomuna og rokið.
Ballið var í heildina litið mjög gott, bara ég sem var leiðinlegur enda mestmegnis edrú.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.