sunnudagur, 28. desember 2003

Ég ákvað að bregða mér úr viðjum vanans í kvöld og horfði á sjónvarpið. Svo skemmtilega vildi til að myndin Memento var að hefjast þegar mig bar að garði. Ég hóf áhorfið með litlar eftirvæntingar og í raun með von í hjarta um afsökum til að geta farið að sofa. Raunin varð önnur og ég festist í furðulegri atburðarás sem kom sífellt á óvart. Gáturnar í myndinni smámsaman leystust upp og álit mitt á henni myndaðist. Þegar henni lauk svo, fyrir rétt tæpum klukkutíma síðan, áttaði ég mig á því að þarna er meistaraverk á ferðinni. Ég er enn að jafna mig eftir þetta stórkostlega flug sem myndin tók. Ein vandaðasta og magnaðasta mynd síðustu ára. Allir að sjá Memento. Fjórar stjörnur af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.