sunnudagur, 30. nóvember 2003

Síðustu vikur hef ég tekið eftir tveimur vægast sagt furðulegum auglýsingum frá tískuverslunum einhverjum. Sú fyrri er frá einhverri verslun í kringlunni og þar er verið að auglýsa einhverskonar hjólabrettaföt. Það sem er furðulegt við þessa auglýsingu er að hjólabrettin sem skoppararnir leika listir sínar á eru ósýnileg. Ekki nóg með það því í lokasenunni í auglýsingunni koma ca 6-8 manns á ósýnilegum hjólabrettum eftir götu, sallarólegir og ég sé ekki betur en að einn þeirra sé fótalaus. Virkilega merkileg auglýsing.

Seinni auglýsinguna rakst ég á í undirtónablaðinu nýjasta og þar er einnig um fataverslun að ræða. Í auglýsingunni er par í góðum gír, mjög hamingjusöm búin að vefja lítið, tannstórt skrímsli með risastór blá augu í handklæði eftir að hafa þrifið það. Parið er klætt í tískuföt á meðan skrímslið er nakið.

Ég skil að fyrirtæki vilji hafa auglýsingar sínar öðruvísi en öllu má ofgera. Ég allavega man ekki hvaða fyrirtæki voru að auglýsa þannig að þær eru ekki að virka á mig, held ég.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.