laugardagur, 29. nóvember 2003

Nýlega keypti ég mér nýja íþróttaskó sem ég get notað í körfubolta, skokk og annað sem krefst hreyfingar innanhúss sem utan. Ástæðan er auðvitað sú að gömlu skórnir eru ýmist týndir, uppurnir eða brotnaðir (botninn á körfuboltaskónnum sem ég keypti í Minnesota brotnaði). Það sem er merkilegt við þessi kaup er það að nú nota ég hvorki meira né minna en númerið 46 og 2/3 sem er persónulegt met, gamla metið var 46 en annars nota ég 45-45,5 venjulega. Þá vantar mig bara stærri hendur, helmingi stærra nef, pínulítinn bíl og svart hörund til að byrja að heilla stelpurnar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.