laugardagur, 29. nóvember 2003

Ég auglýsi hérmeð eftir gömlu körfuboltaskónum mínum sem hurfu sporlaust fyrir ca þremur árum eftir flutning frá Reykjavík til Egilsstaða. Þeir eru mjög auðþekkjanlegir því þetta eru Karl Malone körfuboltaskór, svartir að lit og merktir við hælinn með viðurnefni Malone; „Mailman“ og númeri; 32. Ef einhver hefur vísbendingu sem leiðir til þess að þeir komast í mínar hendur vinsamlegast láttu mig vita og ég mun launa þér með krónum 5.000 í reiðufé. Þetta er ekki grín. Sendið mér tölvupóst hérna ef þið hafið upplýsingar um málið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.