mánudagur, 20. október 2003

*VARÚÐ! Eftirfarandi færsla inniheldur mont og smá sjálfsánægju, jafnvel hroka. Alls ekki við hæfi ungra barna eða viðkvæmra*

Í morgun fékk ég einkunnir úr miðannaprófi og verkefni sem ég vann fyrir 2 vikum síðan. Hef ég þá fengið einkunn úr fimm verkefnum og prófum sem ætti að nægja til að taka meðaltal og meta árangurinn hingað til. Meðaltalið er 7,82, sem mér finnst ágætt þannig séð en ég er þó mjög óhress með 3 einkunnir. Það þýðir ekki að gráta yfir því heldur halda bara áfram og vinna betur og meira fyrir prófin eða verkefnin sem framundan eru.

Þá í algjörlega óskylt efni; Bylgja var að birta myndir á myndasíðunni sinni. Farið þangað, skrifið ummæli, gleðist og minnist þeirra daga þegar ég bætti við myndum á myndasíðuna mína. Ég mun sennilega koma með eitthvað uppfyllingarefni á næstu dögum á mína síðu, hvort sem það verður kynning á Tunguveginum eða afturhvarf til fortíðar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.